Allt að 15 stiga frost á morgun

mbl.is/Styrmir Kári

Veðurstofa Íslands spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, 3-8 m/s. Þá verður él suðvestan- og vestanlands, en bjart í öðrum landshlutum og vaxandi frost.

„Fremur hæg norðlæg átt á morgun og víða léttskýjað, en stöku él við norður- og vesturströndina. Frost 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins,“ segir í hugleiðingunum og jafnframt:

„Á sunnudag er búist við vaxandi suðaustanátt, hvassviðri eða stormi síðdegis með slyddu eða rigningu á Suður- og Vesturlandi. Hlýnandi veður.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert