Dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi mildaður

Maðurinn var einnig dæmdur að greiða 290.000 króna sekt fyrir …
Maðurinn var einnig dæmdur að greiða 290.000 króna sekt fyrir akstur undir áhrifum áfengis og tæpar 500.000 krónur í málskostnað. mbl.is/Hallur Már

Landsréttur mildaði í dag dóm yfir karlmanni í 13 mánuði í fangelsi og þar af tíu síðustu á skilorði fyrir húsbrot og ofbeldi í nánu sambandi. Maðurinn var dæmdur í 14 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Maðurinn á að baki sér langan sakarferil fyrir meðal annars hin ýmiss hegningarlagabrot.

Í dómnum kemur fram að sá ákærði hafi ruðst inn á heimili brotaþola, kærustu mannsins, og veist að henni með þeim afleiðingum að hún hafi hlotið áverka. Með brotinu hafi maðurinn rofið skilorð, sem var því tekið upp og voru þá 360 dagar eftir af fangelsisrefsingu.

Við ákvörðun Landsréttar var litið til skýlausrar játningar ákærða fyrir Héraðsdómi og einnig til þess að aðstæður ákærða hefðu breyst til hins betra frá því að brotin voru framin. Maðurinn hefur farið í vímuefnameðferð og sótt sálfræðiþjónustu ætluð fyrir gerendur heimilisofbeldis. 

Maðurinn var einnig dæmdur að greiða 290.000 króna sekt fyrir akstur undir áhrifum áfengis og tæpar 500.000 krónur í málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert