Stormurinn hefur áhrif á Strætó

Einhverjir ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður á morgun.
Einhverjir ferðir Strætó á landsbyggðinni falla niður á morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun, 5. desember mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Spáð er hviðum allt að 40 til 45 metr­um á sek­úndu frá um klukk­an 9 í fyrramálið til klukk­an 5 síðdeg­is á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og á Snæ­fellsnesi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

  • Leið 57 (Reykjavík – Akureyri): Allar ferðir munu falla niður yfir daginn. Óvissa verður með ferðir eftir kl. 17:00 á morgun. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum.
  • Leið 58 (Stykkishólmur - Borgarnes): Morgunferðin verður felld niður en búist er við að seinni ferð dagsins verði ekin.
  • Leið 82 (Hellissandur - Stykkishólmur): Óvissa verður með morgunferðina en seinni ferð dagsins er líkleg. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum.
  • Leið 51 (Reykjavík – Höfn): Allar líkur eru á að ekið verði um morguninn en þegar líður á daginn má búast við að ferðir verði felldar niður. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum.
  • Leið 52 (Reykjavík - Landeyjahöfn): Allar líkur eru á að fyrri ferðin verði ekin um morguninn en óvissa er um seinni ferð dagsins. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum.
mbl.is