Rann á fimm bíla í hálkunni

Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglunnar.
Engin slys urðu á fólki að sögn lögreglunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vörubíll sem var að salta í Kópavogi skömmu fyrir klukkan sjö í morgun rann aftur á bak í hálkunni og fór utan í fimm bíla.

Að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, urðu engin slys á fólki. Eignatjón var aftur á móti töluvert.

„Það þarf oft ekki mikið til að eignatjón skipti hundruðum þúsunda,” segir hann.

Hann segir fljúgandi hálku vera á bifreiðastæðum og í efri byggðum, svo dæmi séu tekin, en að mestu sé búið að hálkuverja stofnbrautakerfið.

Umferðaróhapp varð einnig á Hellisheiði í morgun þegar bíll rann á vegrið en engin slys urðu á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert