Snjókoma með köflum norðanlands

Kort/mbl.is

Spáð er vestan og suðvestan 5-13 metrum á sekúndu og snjókomu með köflum um landið norðanvert, en stöku él verða sunnanlands.

Hægari vindur verður seinnipartinn og styttir upp fyrir norðan. Frost verður á bilinu 0 til 8 stig.

Á morgun verður suðlæg átt, 5-10 m/s en stöku skúrir eða él sunnan- og vestantil og bætir í vind þar síðdegis.

Frost verður á bilinu 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi, en hlánar við suðvestur- og vesturströndina. Fer að snjóa austantil annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is