Hafa klappað 50.000 sinnum

„Þetta hefur gengið að áætlun en auðvitað hafa verið einhverjir hnökrar og byrjunarörðugleikar eins og alltaf er með tölvukerfi,“ segir Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Einn mánuður er í dag síðan Klapp, nýtt greiðslukerfi fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu, var innleitt. Klapp sækir fyrirmynd sína til almenningssamgangna um allan heim og virkar þannig að kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjald í vagninn er greitt.

„Fólk hefur kallað eftir því að við myndum uppfæra greiðslukerfið og Klapp er svar við því. Við erum að taka stökk yfir margar kynslóðir tölvukerfa með þessari innleiðingu,“ segir Jóhannes.

Lengra viðtal við Jóhannes má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert