Neytendur missi ekki tiltrú á kerfinu

Plast.
Plast. mbl.is/Stefán Einar

Stjórn FENÚR, fagráðs um endurnýtingu og úrgang, hefur lýst yfir áhyggjum vegna fréttaflutnings um að íslenskt plast finnist óunnið í vöruskemmu í Svíþjóð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni.

„Það er mikilvægt að málið verði skoðað og fram komi svör og útskýringar á því hvernig svona gat farið. Eins er mikilvægt að komið verði í veg fyrir að slíkt endurtaki sig, laga þarf ferla og efla og auka eftirlit. Tryggja þarf að gögn um raunráðstöfun alls úrgangs sem fellur til á Íslandi séu áreiðanleg,” segir í tilkynningunni.

Fram kemur að neytendur megi ekki missa tiltrú á kerfinu. Tryggja þurfi að farvegir séu góðir og að hvatt verði áfram til flokkunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert