Víðtæk leit að Almari í dag

Fjölmennur hópur mun leita að Almari í dag.
Fjölmennur hópur mun leita að Almari í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan munu aðstoða lögregluna í dag við leitina að Almari Yngva Garðarssyni, sem er 29 ára.

Að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, verður leitað á suðvesturhorninu, þar á meðal á vegaslóðum. 

Bíllinn sem Almar hefur til umráða.
Bíllinn sem Almar hefur til umráða. Ljósmynd/Lögreglan

Talið er að Almar hafi verið á gráum bílaleigubíl af tegundinni Chevrolet Spark með bílnúmerinu HUX90. Síðast sást til Almars aðfaranótt sunnudags.

Óskað var eftir ábendingum frá almenningi í tilkynningu frá lögreglunni í gær en að sögn Skúla hafa aðeins ein til tvær slíkar borist og hafa þær ekki nýst við leitina. Hann óskar áfram eftir ábendingum sem geta hjálpað til við leitina. 

Ljósmynd/Lögreglan

Eftirlitsmyndavélar hafa sömuleiðis verið skoðaðar, án árangurs.

Ekki er grunur um að neitt saknæmt hafi gerst, segir Skúli, sem reiknar með því að þyrla Gæslunnar verði notuð við leitina.

Lögreglan á suðvesturhorninu vinnur saman við leitina og meðal annars verður leitað að bifreiðinni á stórum bílastæðum.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Almars eru beðnir um að hafa strax samband við lögregluna í síma 112.

Björgunarsveitarmenn. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn. Myndin er úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þyrla Landhelgisgæslunnar. TF-SYN.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. TF-SYN. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert