Þrír skjálftar yfir 4 við Grindavík

Skjálftinn átti upptök norðaustur af Grindavík.
Skjálftinn átti upptök norðaustur af Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Annar sterkur skjálfti reið yfir suðvesturhorn landsins klukkan 21.38 í kvöld, í kjölfar nokkurra snarpra skjálfta sem fundist hafa víða í landsfjórðungnum fyrr í kvöld og í dag.

Mælingar Veðurstofunnar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið 4,8 að stærð og átt upptök sín á 4,5 kílómetra dýpi, um 2,5 kílómetra norðaustur af Grindavík.

Aðeins rúmri hálfri mínútu síðar reið annar skjálfti yfir, nokkru norðar, og mældist sá 4,4 að stærð.

Stuttu seinna, eða kl. 21.43, varð svo skjálfti af stærðinni 4,1.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að um sé að ræða svokallaða gikkskjálfta, en þeir verða þegar þrýstingur vegna kvikusöfnunar skapar spennu á öðrum stöðum í jarðskorpunni, í þessu tilfelli vestan við kvikusöfnunina.

Engin merki eru um gosóróa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert