Snarpur skjálfti í miðjum aftansöng

Horft í átt að Keili frá Suðurgötu í Reykjavík.
Horft í átt að Keili frá Suðurgötu í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 reið yfir við Stóra-Hrút á Reykjanesskaga klukkan 18.28. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, á sama tíma og aftansöngur stóð yfir í mörgum kirkjum.

Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst í kjölfarið, en alls hafa um 2.600 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá miðnætti.

Engin merki eru um gosóróa, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Hér má fylgjast með vefmyndavélum mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert