Skjálfti upp á 3,5

Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.
Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. mbl.is/Skúli Halldórsson

Jarðskjálfti af stærð 3,5 reið yfir rétt í þessu, klukkan 22:55. Skjálftinn var á 3,0 km dýpi og 3,4 km norðan af Krýsuvík samkvæmt fyrsta sjálfvirka mati Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftinn fannst á suðvesturhorni landsins. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Annar skjálfti af stærð 2,7 reið yfir klukkan 23:13 samkvæmt frumniðurstöðum Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu. 

Skjálfti af stærð 2,4 reið yfir klukkan 23:31, sem gerir þriðja skjálftan á 40 mínútna kafla sem er stærri en 2. Skjálftinn var 4,1 km norðan af Krýsuvík. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert