Gróðureldar víða á höfuðborgarsvæðinu

Slökkviliðsmenn að loknu slökkvistarfi.
Slökkviliðsmenn að loknu slökkvistarfi. mbl.is/Haraldur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnir sem stendur útkalli vegna sinbruna í Grafarvogi. 

Að sögn varðstjóra á vakt hefur verið nokkuð um sinubruna það sem af er kvöldi, mest í Grafarvogi og Mosfellsbæ á höfuðborgarsvæðinu en einnig mikið um útköll á Selfossi vegna sinubruna. 

Varað hefur verið sérstaklega við möguleika á gróðureldum á þessu svæði og segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu jörð og gróður sérstaklega þurrt um þessar mundir. Biðlað er til fólks að fara varlega.

Uppfært klukka 20.50: 

Slökkvistarfi er lokið og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Mbl.is náði á slökkviliðsmennina að því loknu.

Sinubruni. Mynd úr safni.
Sinubruni. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Uppfært klukkan 22:30: 

Enn fleiri gróðureldar hafa kviknað vísvegar um höfuðborgarsvæðið. Mbl.is barst eftirfarandi myndir af einum þeirra, nærri Korpúlfsstöðum.

Gróðureldur nærri Korpúlfsstöðum.
Gróðureldur nærri Korpúlfsstöðum. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson
Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert