Samkomulag við Breta um dvalarleyfi í höfn

Ungir Íslendingar getur nú sótt um dvalarleyfi vegna vinnudvalar í …
Ungir Íslendingar getur nú sótt um dvalarleyfi vegna vinnudvalar í Bretlandi. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland hefur gerst fyrsta ríkið á Evrópska efnahagssvæðinu til að ná samkomulagi við Bretland sem kveður á um að ungt fólk hér á landi geti sótt um dvalarleyfi vegna vinnudvalar þar. Geta ungir Bretar sömuleiðis sótt um slíkt leyfi hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Í kjölfar þess að Bretar yfirgáfu Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið verða allir þeir sem sækja um dvalarleyfi þar að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Bretlands. Mun samkomulagið auðvelda þetta ferli, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Mikilvæg tímamót

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segir þetta mikilvæg tímamót og til marks um áframhaldandi góð og náin samskipti Íslands og Bretlands.

Samkomulag um vinnudvöl ungs fólks var einnig undirritað síðastliðinn júlí en það gerir ungu fólki kleift að flytjast að milli ríkjanna, stunda vinnu, kynnast landinu og menningu þess.

Hafa skal í huga að frá og með 1. janúar þessa árs er samkomulaginu beitt að hluta til bráðabirgða þar til íslenskum lögum hefur verið breytt svo framkvæma megi það að fullu. Í kjölfar agabreytinga verða aldurstakmörk breskra umsækjenda hækkuð úr 26 árum í 30 ár og heildarlengd heimilaðrar dvalar á Íslandi fer úr 12 mánuðum í 24 mánuði, að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is