Eldur í bíl á Akranesi

Akranes.
Akranes.

Eldur kviknaði í kyrrstæðri og mannlausri bifreið við Þjóðbraut á Akranesi um hálfsexleytið í morgun.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Vesturlandi eru eldsupptök ókunn og málið í rannsókn. Slökkviliðinu á Akranesi gekk mjög vel að ráða niðurlögum eldsins.

mbl.is