Vann sex milljónir í Víkingalottó

Einn vann sex milljónir.
Einn vann sex milljónir.

Heppinn viðskiptavinur vann þriðja vinning í Víkingalottó sem hljóðar upp á 6.098.140 krónur en miðinn var keyptur í Lottó-appinu.

Fyrsti vinningur sem hljóðar upp á rúmlega milljarð og annar vinningur sem hljóðar upp á 21 milljón gengu ekki út þegar dregið var í kvöld.

Þá var einn heppinn með fimm réttar Jókertölur í röð og hlaut 2.00.000 fyrir vikið. Var sá vinningur seldur í áskrift. Þá voru sjö manns með fjórar tölur réttar í réttri röð og fékk hver um sig 100.000 krónur.

mbl.is