Skerðingar hjá Strætó vegna smita

Í stað þess að leið 3 aki á 15 mínútna …
Í stað þess að leið 3 aki á 15 mínútna fresti yfir háannatímann verður ekið á 30 mínútna fresti allan daginn. mbl.is

Áætlun leiðar 3 hjá Strætó verður áfram skert, þriðjudaginn 25. janúar. Í stað þess að leið 3 aki á 15 mínútna fresti yfir háannatímann verður ekið á 30 mínútna fresti allan daginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu hjá Strætó en þar segir að gripið er til þessarar skerðingar vegna fjölda vagnstjóra hjá fyrirtækinu sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid-19.

Nokkur óvissa eru vaktir á öðrum leiðum yfir annatímann frá milli klukkan þrjú og sex síðdegis en fylgst verður náið með stöðunni og tilkynnt um öll hugsanleg frávik inn á heimasíðu Strætó.

mbl.is