Jafnréttislög voru ekki brotin

Vegagerðin. Karlmaður var ráðinn forstöðumaður stoðdeildar.
Vegagerðin. Karlmaður var ráðinn forstöðumaður stoðdeildar. mbl.is/sisi

Vegagerðin braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna við ráðningu í starf forstöðumanns stoðdeildar á mannvirkjasviði stofnunarinnar. Þetta varð niðurstaða kærunefndar jafnréttismála 8. desember 2021 í máli konu gegn Vegagerðinni. Hún taldi að kynferði hefði verið látið ráða við ráðningu í starfið frekar en hæfni.

Vegagerðin auglýsti starfið 19. desember 2020 og endurbirti auglýsinguna 6. janúar 2021. Um var að ræða forstöðu fyrir nýrri deild á mannvirkjasviði Vegagerðarinnar. Fimmtán umsóknir bárust og voru fimm umsækjenda boðaðir í viðtöl, ein kona og fjórir karlar. Að loknum viðtölum var ákveðið að bjóða einum karlinum starfið og þáði hann það.

Konan sem kærði óskaði eftir rökstuðningi fyrir ráðningunni og fékk hann. Hún kærði ráðninguna og taldi að ráðningarferlið hefði ekki staðist grunnkröfur stjórnsýslulaga um jafnræði meðal umsækjenda. Konan benti m.a. á að hún hefði bæði mun meiri menntun og mun lengri starfsaldur sem verkfræðingur en sá sem var ráðinn.

Vegagerðin hafnaði því að ráðningin hefði fali í sér mismunun milli umsækjenda á grundvelli kyns eða nokkurra annarra ástæðna. Auk viðmiða sem hægt var að meta á grundvelli skriflegra gagna umsækjenda fólst annað mat á umsækjendum í ítarlegum viðtölum. Það var samhljóða niðurstaða að karlinn sem var ráðinn og konan sem kærði hefðu sérstöðu í hópnum. Vegagerðin tók fram að afar litlu hefði munað á konunni og þeim sem var ráðinn eftir viðtölin. Bæði uppfylltu þær hæfniskröfur sem voru gerðar en viðbótarupplýsingar og frammistaða í viðtali höfðu áhrif í seinna mati.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »