Einn fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur

Áreksturinn varð á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar.
Áreksturinn varð á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var fluttur á slysadeild um níuleytið í kvöld eftir harðan árekstur á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar í Reykjavík. 

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu var um tveggja bíla árekstur að ræða en er nú búið að hreinsa vettvang.

mbl.is