Klárar fljótlega fyrirliggjandi mál

Kirkjuþingsetti reglur um málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd.
Kirkjuþingsetti reglur um málsmeðferð fyrir áfrýjunarnefnd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sú kvöð að þurfa að kalla til tvo sérfróða aðila í hvert mál hefur tafið fyrir afgreiðslu mála hjá áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, að sögn Jóhannesar Karls Sveinssonar, hæstaréttarlögmanns og formanns nefndarinnar. Hægt er að áfrýja niðurstöðum úrskurðarnefndar kirkjunnar til áfrýjunarnefndarinnar. Ráðherra skipar áfrýjunarnefndina, sem er þriggja manna auk þriggja varamanna.

Jóhannes segir að í lögum sé ákvæði um að áfrýjunarnefndin skuli fá tvo utanaðkomandi og sérfróða aðila á því sviði sem um ræðir í hverju máli sem kemur til kasta nefndarinnar. Álitamál reis um það fyrir nokkrum árum hvort alltaf væri skylt að kalla þessa tvo sérfróðu aðila til. Niðurstaða dómstóla var að svo væri.

„Þá reis spurning um hver ætti að kveðja til þessa sérfróðu aðila fyrir hvert mál. Þeir eru ekki skipaðir. Það er álitamál, en við höfum haft frumkvæði að því að kalla þá til. Mál hafa tafist af þeirri ástæðu að við höfum annaðhvort ekki fengið eða átt erfitt með að fá til liðs við okkur aðila með þá sérfræðiþekkingu sem þarf fyrir einstök mál,“ segir Jóhannes.

Aðspurður segir hann að þetta hafi ekki valdið því að mál hafi hrannast upp óafgreidd hjá áfrýjunarnefndinni. Fáeinum málum, færri en tíu, er áfrýjað til nefndarinnar á hverju ári. „Við erum að vinna í því að klára þau mál sem fyrir liggja og þeim á að ljúka á næstu vikum,“ segir Jóhannes.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »