Nærsýnisgleraugu eru farin úr Tiger

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hætt er að selja nærsýnisgleraugu í verslunum Flying Tiger Copenhagen á Íslandi. Þarna ræðir um svonefnd mínus-gleraugu, eins og margir grípa til við lestur, handavinnu og slíkt. „Nú er verið að herða Evrópureglur á þann hátt að aðeins megi selja gleraugu þessarar gerðar í sérverslunum og heilbrigðisstarfsfólk þurfi að vera nærri í ferlinu,“ sagði Arnar Þór Óskarsson framkvæmdastjóri við Morgunblaðið. Verslanir fyrirtækisins eru alls fimm; þrjár á höfuðborgarsvæðinu, ein á Akureyri og sú fimmta á Selfossi.

„Við verðum áfram með gleraugu við fjarsýni, en nærsýnisgleraugu bjóðast okkur ekki lengur hjá birgjum. Raunar eru gleraugu vara sem alltaf hefur verið stór í sölu hjá okkur og verður væntanlega áfram. Við áttum til talsvert af nærsýnisgleraugum, lager sem nú er uppurinn svo nú þarf fólk að leita annað,“ segir Arnar Þór. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »