Erfitt að útvega húsnæði

Úkraínskir flóttamenn í Kraká í Póllandi.
Úkraínskir flóttamenn í Kraká í Póllandi. AFP

Um 300 manns á flótta hafa komið til Íslands frá Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið. Þetta segir Gylfi Þór Þorsteinsson, sem stýrir aðgerðahópi vegna komu flóttafólks frá landinu. Haldin var æfing í gær á vegum almannavarna.

„Sú æfing miðaðist við fyrstu viðbrögð ef hingað kæmi mjög stór hópur í einu. Hér er húsnæðisskortur og til að mynda skortur á leiguhúsnæði á almennum markaði. Þá þarf að búa til viðbragð og það viðbragð hefur verið í vinnslu,“ sagði Gylfi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi og tók fram að allir sem gætu þurft að koma að slíku viðbragði hefðu tekið þátt.

„Við leggjum mikla áherslu á að útvega fólkinu húsnæði. Nú þegar eru komnir hingað hátt í 300 einstaklingar frá Úkraínu. Hluti þeirra býr hjá vinum og ættingjum en mjög stór hluti er í úrræðum Útlendingastofnunar. Vinna þarf að því hörðum höndum að útvega fólkinu húsnæði eftir að þeirri dvöl lýkur,“ sagði Gylfi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert