Hyggja á aukinn útflutning á gjalli

Séð ofan í námu í Seyðishólum.
Séð ofan í námu í Seyðishólum. Ljósmynd/Úr matsáætlun

Suðurtak ehf. hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats efnistöku í Seyðishólum, námu 30b í landi Klausturhóla. Tilgangur framkvæmdarinnar er áframhaldandi efnisnám á gjallefni, til sölu eins og verið hefur áratugum saman úr námunni, og þá er fyrirhugaður aukinn útflutningur á gjalli til iðnaðarframleiðslu á vegum Jarðefnaiðnaðar ehf., JEI.

Einnig er tilgangur þessa umhverfismats að afmarka námusvæðið og segja fyrir um frágang námunar að efnistöku lokinni.

Fyrirhugað er að taka úr námunni allt að 500 þúsund rúmmetra á næstu 15 árum eða um 33 þús. rúmmetra á ári að meðaltali. Þessir efnisflutningar fara ýmist til notkunar í nágrenninu eða til Þorlákshafnar til útflutnings. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri áfangaskiptingu og vinnslan verður fyrst og fremst háð eftirspurn, en gert er ráð fyrir að 20-25 þús. rúmmetrar af gjalli fari árlega í útflutning gegnum JEI.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert