Haraldi mislíkar Elon Musk

Haraldur Þorleifsson, Handhafi hinnar íslensku fálkaorðu.
Haraldur Þorleifsson, Handhafi hinnar íslensku fálkaorðu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og stjórnandi hjá samfélagsmiðlinum Twitter kann ekki vel við Elon Musk forstjóra bílaframleiðandans Tesla. Þetta segir Haraldur eða Halli eins og hann er gjarnan kallaður í færslu á Twitter í dag.

Haraldur segir þar að þrátt fyrir að Elon Musk hafi gert hlut Haraldar í Twitter tæplega 25% verðmætari kunni Halli ennþá illa við Elon Musk. En suðurafríski forstjórinn keypti um 9.2% hlut í Twitter í dag sem gerði það að verkum að gengi hlutabréfa félagsins hafi hækkað um tæp 25%.

Haraldur Þorleifsson stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno árið 2014 og seldi það svo árið 2021 til Twitter þar sem hann er í dag stjórnandi. Ásamt því semur hann meðal annars tónlist og hefur unnið mikið góðgerðarstarf eftir söluna til Twitter. Þar má helst nefna átakið Römpum upp Reykjavík, þar sem byggðir voru 100 rampar til að auka aðgengi í Reykjavík. Hann hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2022 fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála.


Ætlaði að stofna sinn eigin miðil

Elon Musk talaði um það í lok marsmánaðar að hann væri að íhuga að útbúa sinn eigin samfélagsmiðil en hefur nú aukið verulega í eignasafn sitt. Musk er virk­ur Twitter-not­andi og er með yfir 80 millj­ón fylgj­end­ur á miðlin­um. Sum tíst hans í gegn­um tíðina hafa þó komið hon­um í vand­ræði.

Þann 7. ág­úst 2018 tísti Musk t.d. því að hann væri bú­inn að „tryggja fjár­mögn­un“ til þess að selja hlut­inn í Teslu á 420 Bandaríkjadali í einka­sölu. Tístið varð til þess að næstu 12 mánuðir á eft­ir uðru að al­gerri rúss­íbanareið fyr­ir Musk og aðra hlut­hafa í Teslu.

Á þeim tíma sló fyr­ir­tækið ýmis árang­ur­s­tengd met en þurfti einnig að tak­ast á við mála­ferli, svara fyr­ir­spurn­um stjórn­valda og ráðast í upp­sagn­ir. Þá náði Musk einnig sátt í máli við banda­ríska verðbréfa­eft­ir­litið og sagði sig úr stjórn Teslu.

Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter.
Elon Musk, forstjóri Tesla, er nú stærsti hluthafi í Twitter. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert