Mótmælir „yfirhylmingu“ í júdó

Hermann var látinn liggja í 48 mínútur áður en hringt …
Hermann var látinn liggja í 48 mínútur áður en hringt var á sjúkrabíl eftir að hann missti meðvitund. Hann vill að JSÍ fordæmi ofbeldi. mbl.is/Ari Páll

Hermann Valsson, svartbeltingur í júdó sem slasaðist illa á júdóæfingu í fyrra, hélt mótmæli einn síns liðs við íþróttahúsið í Digranesi um helgina þar sem fram fór Norðurlandamót í júdó. Ástæðu mótmælanna segir Hermann vera meinta gerendameðvirkni júdódeildar Ármanns eftir slysið en Hermann var látinn liggja meðvitundarlaus í 48 mínútur á gólfinu áður en hringt var á sjúkrabíl. Síðan þá segir Hermann að hann hafi aðeins mætt köldu viðmóti frá deildinni, sem og Júdósambandi Íslands.

„Mistök geta alveg gerst. Ég er ekki að kvarta yfir því. Ég vil bara að þau viðurkenni mistökin og segi: „okkur þykir þetta leitt“ og skrifi rétta skýrslu til tryggingarfélaganna.“ Hann segir íþróttafélagið hafa falsað skýrslu sem varð til þess að hlaut ekki viðeigandi bætur en Hermann var óvinnufær í ár.

„Þetta er gerendameðvirkni eins og hún gerist best.“

Þá skýtur Hermann föstum skotum að Jóhanni Mássyni, formanni Júdósambands Íslands, og segir hann halda hlífisskildi yfir framkvæmdastjóra sambandisins, Þormóði Árna Jónssyni, sem nýverið var sakfelldur í Landsrétti fyrir líkamsárás sem átti sér stað árið 2018.

„Við stöndum fyrir hugrekki“

Hermann segir að slíkt stangist á við siðareglur íþróttarinnar. „Fyrir hvað stöndum við? Við stöndum fyrir vináttu. Við stöndum fyrir hugrekki. Gerðu það sem er rétt,“ segir Hermann. Hann vill þó ná sáttum við JSÍ. „Ég sagði Jóhanni að við gætum náð sátt. Þau þyrftu bara að gangast við því mistök hefðu átt sér stað og þau þyrftu að fordæma ofbeldi í júdó-íþróttinni.“

Jóhann Máson formaður JSÍ sagðist, inntur eftir viðbrögðum, ekki vilja tjá sig um málið. Hann kvaðst þó sjálfur hafa boðið Hermanni sáttarhönd á föstudag. Íþróttadeild Ármanns hafi gefið út tilkynningu vegna málsins. „Við erum engir aðilar að þessu í sjálfu sér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert