Þingvellir ekki teknir af heimsminjaskrá

Frá Þingvöllum.
Frá Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimsminjaskrifstofan í París telur að notkun Silfru til köfunar sé í sjálfu sér ekki ósamrýmanleg stöðu Þingvalla sem heimsminjastaðar. Hins vegar verði að reka starfsemina innan þeirra marka sem staðurinn þolir. Í samræmi við tillögur ráðgjafarsamtaka er lagt til að markmið um hámarksfjölda gesta verði rökstutt frekar en gert hefur verið.

Jónas Haraldsson lögfræðingur kvartaði á árinu 2019 til skrifstofu heimsminjasáttmálans yfir köfunarstarfsemi sem lengi hefur verið rekin í gjánni Silfru, í hjarta þjóðgarðsins. Telur hann ástæðu til að taka hinn friðlýsta þjóðgarð af heimsminjaskránni vegna þess að þessi starfsemi falli ekki að náttúruverndarsjónarmiðum heimsminjaskrárinnar eða friðhelgi Þingvalla.

Telja að gjáin þoli álagið

Heimsminjaskrifstofan óskaði eftir viðbrögðum frá Þingvallanefnd sem hún sendi í janúar 2020. Taldi nefndin að gjáin bæri það álag sem fylgdi núverandi snorkli og köfun. Sérfræðingar telji þolmörkin um 75 þúsund manns á ári og gestafjöldinn sé undir þeim mörkum.

Skrifstofan sendi upplýsingarnar til Alþjóðaráðs um minnisvarða og sögustaði (ICOMOS) sem annast úttektir á stöðum sem tilnefndir eru á heimsminjaskrá og byggir heimsminjaskráin niðurstöður sínar á ráðgjöf ráðsins.

Nánar er hægt að lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »