Tveir stórir skjálftar en enginn órói

Ómögulegt er að segja til um það hvenær megi vænta …
Ómögulegt er að segja til um það hvenær megi vænta þess að aftur gjósi á Reykjanesskaga, líkt og í fyrra, að sögn sérfræðings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jörð heldur áfram að skjálfa á Reykjanesskaga. Tveir stórir skjálftar riðu yfir í gær, báðir yfir þrír að stærð. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að þrátt fyrir þessa stóru skjálfta hafi skjálftavirknin á svæðinu minnkað töluvert. Á föstudag mældust um 900 jarðskjálftar á svæðinu, en aðeins um 500 á laugardag.

Aðspurð sagði Sigríður að hegðun skjálftahrina væri ófyrirsjáanleg og þótt skjálftavirkni hefði minnkað þýddi það ekki að hún gæti ekki aukist aftur.

„Eins og staðan er núna er enginn gosórói eða merki um hann. En eins og við þekkjum getur þetta breyst hratt,“ sagði Sigríður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »