Fálkunum hjálpað við hreiðurgerð

Stolt fálkamóðir með unga.
Stolt fálkamóðir með unga. mbl.is/Sigurður Ægisson

Varp fálka hefur verið staðfest í manngerðu hreiðri í S-Þingeyjarsýslu. Um er að ræða eitt af þremur hreiðrum sem sett voru upp af Fálkasetri Íslands. Tilgangurinn með gerð hreiðranna er að fjölga varpstöðum innan fálkaóðala í Þingeyjarsýslu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Manngerðu hreiðrin eru staðsett þar sem hrafnslaupar höfðu áður verið, en fálkinn rænir hrafninn gjarnan hreiðri og rekur hann í burtu af grimmd. Í Þingeyjarsýslum hefur hröfnum farið fækkandi og því hefur dregið úr fjölda laupa sem standa fálkum til boða.

Á annan tug myndavéla er í notkun í grennd við fálkahreiður nyrðra til að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »