Fóru yfir öryggisógnir sem steðja að Evrópu

Þeir Einar Sigurjónsson, Gylfi H. Gylfason og Jón F. Bjartmarz …
Þeir Einar Sigurjónsson, Gylfi H. Gylfason og Jón F. Bjartmarz sátu ráðstefnu Interpol á dögunum. Ljósmynd/Lögreglan

Fulltrúar frá Íslandi og fimmtíu annarra ríkja ásamt og fulltrúum alþjóðastofnanna sóttu 49. Evrópuráðstefnu Interpol í Lyon í Frakklandi á dögunum. 

Gylfi H. Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra og Einar Sigurjónsson, lögreglufulltrúi í alþjóðadeild fóru fyrir hönd Íslands, ásamt Jóni F. Bjartmarz yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, sem hefur eytt síðustu dögum í höfuðstöðvum Interpol er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þar hefur Jón skoðað hvernig lögreglan á Íslandi getur betur nýtt samstarf sitt við Interpol. Nú er þörf á sterkari alþjóðasamvinnu samhliða aukinni alþjóðavæðingu í brotastarfsemi sem teygir anga sína til Íslands með ýmsum hætti.

Sporna gegn glæpum þvert á landamæri

Á ráðstefnunni var farið yfir öryggisógnir sem steðja að Evrópu til dæmis hryðjuverk, mansal, kynferðisbrot gegn börnum, fjármunabrot, spillingu og viðbrögðum Interpol.

Þá var rætt um öryggisógnir vegna stríðsins í Úkraínu, loftlagsbreytingar, umbreytingar í stjórnmálum og breytingu yfir í stafrænt umhverfi.

Samstarfsverkefni Interpol og Frontex var kynnt en það gengur meðal annars út á að sporna gegn glæpastarfsemi sem nær yfir landamæri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert