Vann 756 milljónir í Víkingalottó

Einn heppinn í Noregi vann í dag 756 milljónir.
Einn heppinn í Noregi vann í dag 756 milljónir.

Einn heppinn miðahafi í Noregi vann upphæð sem nemur 756 milljónum og 423 þúsund íslenskum krónum í fyrsta vinning í Víkingalottói í dag.

Enginn vann annan vinning né þriðja vinning en annar vinningur hljóðaði upp á 34 milljónir og þriðji vinningur eina milljón. Verða þeir því færðir fram á næsta miðvikudag.

Sex voru með annan vinning í jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Fimm af þeim sem unnu voru í áskrift en einn keypti miða í Olís á Dalvík.

mbl.is