Landspítalinn þróar app

Appið er enn á tilraunastigi og því ekki komið í …
Appið er enn á tilraunastigi og því ekki komið í almenna notkun.

Landspítalinn þróar nú smáforrit fyrir sjúklinga spítalans, svokallað Landspítalaapp, til þess fallið að því að miðla upplýsingum til sjúklinga. Þetta segir á vef spítalans.

Tilgangurinn er sagður vera að bæta upplifun og auka öryggistilfinningu sjúklinganna auk þess sem það gerir þeim kleift að taka virkari þátt í eigin meðferð.

Appið er enn á tilraunastigi og því ekki komið í almenna notkun. Fólk sem kemur í valkvæðar skurðaðerðir og sjúklingar bráðamóttökunnar geta nú notað það en búist er við að frá haustinu geti allir sjúklingar á Landspítala notað appið.

Sjá má myndskeið sem útskýrir appið hér:

mbl.is