Rammaáætlun loksins afgreidd

Þriðji áfangi rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða verður afgreiddur …
Þriðji áfangi rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða verður afgreiddur fyrir þinglok. Rax / Ragnar Axelsson

Þriðji áfangi rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða verður afgreiddur fyrir þinglok og hefur hlotið afgreiðslu innan umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis en nefndin afgreiddi þingsályktunartilllögu um rammaáætlunina frá sér í gær.

Tillaga um þennan áfanga var fyrst lögð fram á Alþingi árið 2016 og nokkrum sinnum síðan en hefur aldrei verið afgreidd.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að nefndin hafi unnið afar vel að málinu og það séu vissulega tíðindi að rammaáætlunin hafi verið afgreidd.

„Þetta er risastórt skref, að ná að afgreiða rammaáætlun. Eitt af stóru púslunum í orkumálunum og framgangi þeirra. Þetta liðkar fyrir öðru, eins og allri áætlanagerð varðandi flutningskerfi raforku og hvernig orkuþörfin er og annað slíkt,“ segir hann.

Hann bætir því við að líklega sé hægt að fullyrða að um sé að ræða fyrstu rammaáætlunina sem fjallar um vindorku. Þá hafi nefndin þurft að taka mið af breyttum áherslum, meðal annars í raforkumálum og náttúruvernd.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert