Beint: Málstofa um framtíð rammaáætlunar

Á miðhálendinu er nóg af jarðhita og rennandi vatni.
Á miðhálendinu er nóg af jarðhita og rennandi vatni. mbl.is/RAX

Málstofa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um framtíð rammaáætlunar fer fram í Lestrarsalnum í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Málstofan, sem hófst klukkan 9, markar upphaf vinnu starfshóps, sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að endurskoða verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun).

Hægt er að fylgj­ast með fund­in­um í beinu streymi hér fyr­ir neðan:

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnarinnar er kveðið á um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun, til að tryggja megi ábyrga og skynsamlega nýtingu og vernd landsvæða á Íslandi.

Dagskrá:

Umhverfis, orku-, og loftslagsráðherra - Guðlaugur Þór Þórðarson, flytur opnunarávarp.

Lögbundna stjórntækið rammaáætlun og þróun þess: tækifæri og áskoranir -  Jón Geir Pétursson, formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar.

Sex sjónarmið gegn rammaáætlun - Finnur Beck,  framkvæmdastjóri Samorku.

Rammaáætlun í náttúruvernd - Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.

Samband Íslenskra sveitarfélaga verður með ávarp.

Kaffihlé

Rammaáætlun, er komið að leiðarlokum ? - Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við HÍ.

Góður rammi?  - Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, aðjúnkt við HÍ og frv. forstjóri Skipulagsstofnunar.

Hvers vegna rammaáætlun?  - Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur,  frv. formaður 3. áfanga rammaáætlunar.

Rammaáætlun – barn síns tíma? - Daði Már Kristófersson, prófessor við HÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert