Vill nýta heimildir til lokana í Reynisfjöru

Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, harmar banaslys sem varð í Reynisfjöru á föstudag og telur slysin of mörg.

Lögreglu er heimilt að loka hættulegum svæðum en upp á vantar að ákveða hvernig heimildinni er beitt.

Vilt þú að það sé hægt að loka ferðamannastöðum á borð við Reynisfjöru, ef svo ber undir?

„Já. Það er mín skoðun. Ég sem ráðherra málaflokksins horfi auðvitað á heildarhagsmuni hans. Það er ekki gott fyrir heildina þegar það eru orðnir einhverjir stórhættulegir staðir og við gerum ekkert í því,“ segir hún. Vissulega hafi verið gripið til ráðstafana á borð við merkingar en ferðamenn virða þær gjarnan að vettugi. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég varð ráðherra [yfir þessum málaflokki] var að skipa starfshóp um Reynisfjöru og hvort það ætti að loka henni hreinlega,“ segir Lilja en hún varð ráðherra ferðamála í janúar.

Björgunarsveitir að störfum í Reynisfjöru um helgina.
Björgunarsveitir að störfum í Reynisfjöru um helgina. Ljósmynd/Jónas Erlendsson

„Það er orðsporsáhætta í þessu sem ég þarf að hugsa um. Því þetta er ákveðið svæði og þetta er síendurtekið,“ segir hún, auk þess sem landeigendum og þeim sem hafa afnot af svæðinu hafi ekki tekist að ná utan um málið. „Við auðvitað köllum eftir öllu því samstarfi þar sem við viljum vinna með landeigendum,“ segir hún.

Úrbætur runnu út í sandinn

Tillögur að úrbótum á svæðinu, sem höfðu þegar verið fjármagnaðar, runnu út í sandinn vegna mótmæla nokkurra landeigenda svæðisins. Aftur á móti hafa aðrir landeigendur beitt sér fyrir auknu öryggi í fjörunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert