Mikilvæg lega Íslands mun ekki breytast

Michael Gilday er æðsti embættismaður bandaríska sjóhersins.
Michael Gilday er æðsti embættismaður bandaríska sjóhersins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eitt mun ekki breytast og það er mikilvæg lega þessarar eyju,“ segir Michael Gilday, aðgerðarstjóri bandaríska sjóhersins og æðsti embættismaður hans, í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Hann telur alveg ljóst að umfang aðgerða bandaríska sjóhersins hér á landi sem og á öðrum svæðum á norðurslóðum muni halda áfram að aukast.

„Ég vil fullvissa Íslendinga um að bandaríski sjóherinn og ríkisstjórn Bandaríkjanna kunna að meta Ísland sem samstarfsaðila og bandamann,“ segir Gilday sótti Ísland heim í fyrsta sinn.

Kveðst Gilday meðal annars hafa átt það sem markmið með heimsókninni að sjá í eigin persónu þau viðhalds- og endurnýjunarverkefni sem unnið hefur verið að á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. „Fyrst og fremst til að meta hvað þarf til að viðhalda þessum stað sem rekstrarhæfum herflugvelli fyrir æfingar og raunverulegar aðgerðir.“

Lesa má viðtalið við Michael Gilday í Morgunblaðinu í dag eða í netvænni útgáfu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert