Læknir tók ferðamann á hestbak

Læknirinn með ferðamanninn á hestbaki.
Læknirinn með ferðamanninn á hestbaki. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Læknir í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti tvo franska ferðamenn í Gæsavatnsskála norðan Vatnajökuls á föstudag tók annan ferðamanninn á hestbak og bar hann um borð í þyrluna.

Þetta kemur fram í facebookfærslu Landhelgisgæslunnar.

Ferðamennirnir voru í framhaldinu fluttir með þyrlunni til Reykjavíkur, en annar þeirra hafði fallið í á og var orðinn blautur og hrakinn.

Um franskt par var að ræða sem hafði sent frá sér neyðarboð eftir óhappið og leitaði skjóls í skálanum á meðan beðið var eftir aðstoð. 

mbl.is