Útsýnispallur í smíðum á Litla-Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði

Útsýnispallurinn í smíðum.
Útsýnispallurinn í smíðum. mbl.is/Einar Falur

Uppi á Litla-Saxhóli í Snæfellsþjóðgarði láta starfsmenn frá Fönix stálsmiðju látlausan ferðamannastrauminn upp á gíginn ekki trufla sig en þeir voru í vikunni að setja þar upp og sjóða saman útsýnispall úr korten-stáli. Í baksýn er Snæfellsjökullinn hulinn skýjum. Útsýnispallurinn tekur við af rómuðum stálstíg eða tröppum sem liggja þangað upp. Árið 2018 var efnt til alþjóðlegrar samkeppni um verk á sviði landslagsmótunar. Verðlaunin, kennd við Rosa Barba, voru veitt í Barcelona á Spáni og fékk tröppustígurinn upp á Litla-Saxhól fyrstu verðlaun.

Byrjað var að leggja stíginn árið 2014 og verkinu lauk 2016. Stígurinn var hannaður af teiknistofunni Landslagi í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »