Lést í Almannagjá

mbl.is/Eggert

Viðbúnaður var í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag vegna bráðra veikinda erlends ferðamanns um sjötugt sem þar var á gangi. Bráðaliðar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands með aðsetur á svæðinu veittu fyrstu aðstoð ásamt starfsfólki þjóðgarðsins. Einnig komu lögregla og sjúkraflutningamenn bæði úr Reykjavík og frá Selfossi á vettvang auk þess sem þyrla frá Landhelgisgæslu lenti á svæðinu. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.

„Auðvitað er fólki brugðið við svona atvik, en mikill fjöldi fólks var á svæðinu og sá hvað gerðist og hverju fram fór. Svona atburðir reyna líka mikið til dæmis á starfsfólkið okkar sem annars þarf að sinna ólíkum og krefjandi verkefnum. Þegar á svæðinu eru 4.000 til 6.000 manns á dag, eins og er nú um hásumarið, má alltaf búast við óvæntum atvikum líkum þessum, sem brugðist er við eftir bestu getu,“ sagði Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður í samtali við Morgunblaðið.

Ferðamenn á Þingvöllum.
Ferðamenn á Þingvöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »