Nýtt laugarhús tekið í notkun við friðaða sundlaug

Hreppslaug fékk andlitslyfingu um leið og nýtt laugarhús var byggt.
Hreppslaug fékk andlitslyfingu um leið og nýtt laugarhús var byggt. mbl.is/Pétur Davíðsson

Nýtt laugarhús við Hreppslaug í Borgarfirði, Laugabúð, var formlega tekið í notkun í gær og sundlaugin opnuð aftur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, vígði húsið en hann var á ferð um Skorradal.

Hreppslaug var byggð í landi Efra-Hrepps í Skorradalshreppi á árunum 1928-1929 af Ungmennafélaginu Íslendingi. Sigurður Björnsson sem verið hafði yfirsmiður við byggingu Hvítárbrúarinnar hannaði mannvirkið og smíðaði. Sundlaugin var aðalsundlaug Borgarfjarðar um árabil. Hreppslaug er talin óvenjulegt steinsteypumannvirki og var friðuð á árinu 2014. Henni má því ekki breyta.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhjúpaði skjöld til minningar um …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhjúpaði skjöld til minningar um byggingu Laugabúðar. mbl.is/Pétur Davíðsson

Mikil framkvæmd

Aftur á móti var laugarskúrinn sem kallaður var Laugarbúð orðinn lélegur og stóðst ekki kröfur. Tvísýnt var um að hægt væri að halda starfseminni áfram af þeim sökum. Kristján Guðmundsson, formaður Íslendings, segir að húsið hafi verið rifið fyrir tveimur árum. Skorradalshreppur hafi styrkt félagið til að byggja nýtt laugarhús. Ákveðið hafi verið endurnýja heita potta og uppfæra laugarsvæðið sjálft um leið. Kristján segir að félagsmenn hafi lagt fram töluverða sjálfboðavinnu en iðnaðarmenn þó séð um helstu framkvæmdir.

Bygging laugarhússins er fjárfrek framkvæmd og hefði ekki verið möguleg nema vegna framlags Skorradalshrepps. Byggingin kostar um 75-80 milljónir og auk þess leggur félagið sjálft um 10 milljónir í endurnýjun útisvæðisins.

Hreppslaug er mikil félagsmiðstöð á sumrin fyrir íbúa á Hvanneyri og sveitanna í kring og fleiri sækja þangað. Hún er opin á kvöldin í miðri viku en lengur um helgar.

Fjölmenni var viðstaddur athöfn þegar Hreppslaug var opnuð að nýju …
Fjölmenni var viðstaddur athöfn þegar Hreppslaug var opnuð að nýju eftir endurbætur og byggingu nýs laugarhúss. mbl.is/Pétur Davíðsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert