Fræin flögra um alla borgina og nágrenni

Fræin flögrandi söfnuðust saman í Laugardalnum og mynduðu þennan fína …
Fræin flögrandi söfnuðust saman í Laugardalnum og mynduðu þennan fína skafl við Grasagarðinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Asparfræin fljúgandi – „snjókoma sumarsins“ – tóku á móti þeim sem lögðu leið sína í Laugardalinn í vikunni. Um er að ræða fræ af alaskaöspunum sem finna má víða um land.

„Þetta gerist alltaf um miðjan júlí, fer vissulega auðvitað eftir veðurfari en já, þetta gerist alltaf núna,“ segir Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur, og bætir við: „Þetta kemur af kvenklónunum sem eru að þroska fræ og sleppa þeim um mitt sumar þegar aðstæður henta.“

Því flögra fræin um borgina svo plantan komi fræjum sínum sem víðast.

Spurður hvort hann hafi orðið var við að fræin skjóti rótum í garðinum jánkar hann því.

„Já, við réttar aðstæður þá næst það. Það er mjög algengt, það er auðvitað gríðarlegt magn af fræjum sem kemur af þessum plöntum.“

– Þurfið þið að raka þetta upp í garðinum?

„Þetta hverfur að mestu leyti. Bara ofan í jörðina. Sumt af því spírar og við reytum það upp hérna í garðinum en eins og ég segi þá spírar lítið af því, hérna í garðinum að minnsta kosti.“ Þó megi víða sjá ungar asparplöntur í borginni og nágrenni, þar sem aðstæður eru réttar. Þá nefnir Hjörtur ráð til að draga úr „snjókomunni“:

„Þá ættum við í framtíðinni að planta eingöngu karlklónum af alaskaösp. Til þess að minnka þetta aðeins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert