„Ekki núna, Ísland“

Erlendir miðlar fjalla um eldgosið.
Erlendir miðlar fjalla um eldgosið. mbl.is/Arnþór Birkisson

Erlendir miðlar hafa þegar greint frá hraungosinu í vestanverðum Meradölum og talar franska fréttaveitan AFP um „déjá vu“ nærri Fagradalsfjalli.

„Eldgos er hafið á Íslandi nærri höfuðborginni, Reykjavík, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá,“ segir þar, en gosið er staðsett um 40 kílómetra frá Reykjavík. Tekið er fram að gosið er ekki talið munu hafa áhrif á innviði enn sem komið er. 

„Nærri alþjóðaflugvelli landsins“

Þá segir í frétt breska miðilsins Metro: „Eldfjall nærri höfuðborg Íslands og alþjóðaflugvelli landsins, er farið að gjósa,“ við lítinn fögnuð netverja, enda eru Bretar minnugir eldgossins í Eyjafjallajökli árið 2010, sem teppti flugumferð.

„Ekki núna, Ísland,“ segir einn þeirra.

Einhver misskilningur er þarna á ferð þar sem vitað er að gosið er hraungos og skiptir því nálægð þess við flugvöllinn líklega litlu máli, að minnsta kosti í bili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert