„Við verðum að finna nýjar leiðir“

Breytt aldurssamsetning þjóða kallar á nýjar leiðir til að takast á við vaxandi fjölda aldraðra. Björn Zoëga, stjórnarformaður Landspítala segir að við verðum að gera hlutina öðruvísi. Hann nefnir sem dæmi að sænska ríkið hafi gert könnun á þörf á mannafla hjúkrunar– og vistheimila. Hann segir að niðurstaðan hafi verið sú, svo fremi að vinnubrögðum verði ekki breytt, að heilbrigðiskerfið þyrfti fjörutíu prósent allra sem útskrifast úr menntaskólum landsins til starfa. „Það er ekki að fara að gerast. Við verðum að finna nýjar leiðir og gera hlutina öðruvísi,“ segir Björn Zoëga í Dagmálaþætti dagsins.

Björn ræðir áskoranir sem Landspítali og heilbrigðiskerfið í heild sinni standa frammi fyrir. Borið hefur á því að því hafi verið ruglað saman í umræðunni að minnka þyrfti skrifræðið og þann hluta stofnunarinnar á sama tíma og spítalinn glímir við mönnunarvanda þegar kemur að framlínufólki á borð við hjúkrunarfræðinga.

Björn ræðir þessa hluti og marga aðra í þætti dagsins. Hér má sjá brot úr þættinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert