Loka fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna veðurs

Aðgengi að gosstöðvun­um í Mera­döl­um verður lokað í fyrramálið.
Aðgengi að gosstöðvun­um í Mera­döl­um verður lokað í fyrramálið. mbl.is/Hákon

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að gossvæðið í Merardölum verði lokað fyrir aðgengi almennings frá klukkan fimm í fyrramálið, sunnudag, og verður staðan endurmetin seinnipartinn á morgun.

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun þar sem vindur verður suðaustan 13 til 18 metrar á sekúndu. Hvassast er við fjöll og á Reykjanesskaga. Þá verði talsverð eða mikil rigning og lélegt skyggni.

Varasamt er fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og einnig fyrir gangandi og hjólandi ferðalanga. Ekkert ferðaveður verður á gossvæðinu á meðan viðvörunin er í gildi, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is