Barnavagnar hafi fyllt vagnana

Frítt var í strætó á laugardaginn.
Frítt var í strætó á laugardaginn. mbl.is/Árni Sæberg

Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að þrátt fyrir háværa gagnrýni í garð fyrirtækisins á samfélagsmiðlum hafi í heildina gengið vel að ferja fólk niður í bæ á Menningarnótt. Margir hverjir kvörtuðu sáran yfir því að vagnar væru ýmist of fáir, of seinir eða keyrðu oftar en ekki fram hjá fólki. Frítt var í vagnana á laugardaginn var, sem er hefð sem Jóhannes segir að megi mögulega yfirfæra á fleiri hátíðisdaga.

„Jú, svona heilt yfir held ég að þetta hafi gengið bara vel. Það auðvitað komu upp tilvik þar sem vagnarnir voru fullir og gátu ekki tekið alla farþega, en við reyndum að sjá til þess að það kæmu aukavagnar mjög fljótlega,“ segir Jóhannes.

Miðað við reynslu fyrri ára hafi verið ákveðið að einblína á ákveðnar leiðir. „Svo voru bara fleiri leiðir að fyllast þannig að það tók smátíma að koma aukavagni á.“ Ljóst sé að margir hafi ákveðið að nýta sér þjónustuna á laugardaginn var.

Fjöldi fólks var svekktur og furðaði sig á því að það sem þeim sýndust hálftómir vagnar stoppuðu ekki fyrir fólki heldur keyrðu fram hjá fullum strætóskýlum. Jóhannes segir bókað mál að vagnstjórar myndu ekki gera fólki slíkan óleik. „Þeir stoppuðu alltaf ef það var pláss í vögnunum. Það er alveg bókað mál,“ segir hann og bendir á að barnavagnar hafi verið margir í vögnunum.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert