FSu sækir sér utanaðkomandi ráðgjöf

Fjölbrautaskólinn á Suðurlandi.
Fjölbrautaskólinn á Suðurlandi. Sigurður Jónsson

Skólanefnd Fjölbrautaskólans á Suðurlandi segir ljóst að betur hefði átt að standa að viðbrögðum og miðlun upplýsinga til nemenda, foreldra og fjölmiðla, eftir að upp kom meint kynferðisbrot innan veggja skólans. 

„Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanefndinni, sem hefur nú þegar fundað með skólastjórnendum vegna málsins. Aftur verður fundað með þeim á morgun, mánudag. 

Þá munu stjórnendur skólans einnig funda með fulltrúum nemendafélags skólans og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu.

Skólinn fær utanaðkomandi ráðgjöf um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert