Lækka verð á um 400 vörunúmerum

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa.
Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. mbl.is/Sigurður Bogi

Samkaup tilkynntu í gær að verð yrði lækkað á fleiri en 400 vörunúmerum undir merkjum Änglamark og X-tra í öllum verslunum sínum. Þær eru rúmlega 60 víða um land og eru undir merkjum Nettó, Krambúðarinnar, Kjörbúðarinnar og Iceland. Verðið verður nú sambærilegt og jafnvel lægra en í upphafi árs og kemur til með að haldast að minnsta kosti óbreytt til áramóta. Hugsunin með lækkunum þessum er að sporna gegn áhrifum verðbólgu á dagleg innkaup fólks.

„Við höfum fengið gríðarlegar verðhækkanir til okkar frá framleiðendum og birgjum hér heima. Margar teljum við óþarfar. Að okkar mati hefur verið of auðvelt fyrir þessa aðila að velta öllum hækkunum út í verðlagið, segir Gunnar Egill Sigurðsson forstjóri Samkaupa í tilkynningu.

Síðastliðið haust sendu Samkaup frá sér bréf til birgja sinna og fleiri þar sem kallað var eftir samstarfi til að spyrna gegn hækkunum á vöruverði. Undirtektir voru engar, rétt eins og þegar erindi var sent til tíu stærstu birgja Samkaupa fyrir nokkru. Þar var óskað eftir 5% verðlækkun til áramóta sem þá gæti skilað sér beint til viðskiptavina. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert