„Enginn ágreiningur á milli okkar Kristrúnar“

Hildur Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Hildur Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er enginn ágreiningur á milli okkar Kristrúnar. Þetta er einfaldlega forgangsmál Samfylkingarinnar að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram eigi síðar en á næsta ári,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is.

Málið snýst um aðild að ESB og nýju stjórnarskrána, en Kristrún sagði á dög­un­um að hún vildi leggja aðild­ar­við­ræður í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og taka svo stöð­una í kjöl­far­ið.

Helga Vala og Kristrún vilja báðar fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og þingmenn Pírata og Viðreisnar, en Helga Vala sagði á Facebook í gær að hún væri „innilega ósammála“ Kristrúnu og að hún geti orðað það svo að hún sé mun óþol­in­móðari en formannsframbjóðandinn í þessum efnum og kveðst vilja klára málið sem fyrst.

Ósammála um nýju stjórnarskrána

„Ég er áfram eldheitur ESB-sinni og stjórnarskrársinni og vil gjarnan að við spyrjum þjóðina um ESB og klárum vinnuna um stjórnarskrána. Það hefur ekkert breyst,“ segir Helga Vala einnig í samtali við mbl.is.

Kristrún sagði á dögunum að það væri ekki meirihluti á þingi fyrir innleiðingu nýrrar stjórnarskrár og að hún vildi ekki fara í vegferð sem hún sæi ekki fram á að geta skilað í höfn á næsta kjörtímabili. 

Spurð út í orð Kristrúnar sagðist Helga Vala ekki á sama máli. „Það er hennar skoðun og ég er ósammála.“

„Alþingi þarf að klára ferlið. Það þarf að binda nýju stjórnarskrána í lög,“ bætir Helga Vala við að endingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert