Stöðvaður með tvö ung börn laus í bílnum

Ökumanninum var gert að gera ráðstafanir varðandi börnin.
Ökumanninum var gert að gera ráðstafanir varðandi börnin. mbl.is/Eggert

Um hálfsexleytið í gærdag stöðvaði lögregla ökumann bíls þar sem tvö börn, 14 mánaða og fimm ára, voru laus í bílnum. Þá reyndist enginn öryggisbúnaður fyrir börn yfirhöfuð í bílnum.

Var ökumanninum gert að gera ráðstafanir varðandi börnin og varð niðurstaðan sú að móðir barnanna yfirgaf bílinn með börnin og sagðist ætla með þau í strætó, að því er kemur fram í upplýsingum frá lögreglu. Atvikið átti sér stað í hverfi 108.

mbl.is