„Ég vil bara vara ykkur við, þetta er ógeðslegt“

„Fólki finnst áhugavert allt sem er skrítið. Allt sem er langt frá þínum sanna raunveruleika er áhugavert og fólk sækist í það,“ segir Ingibjörg Linnet Kristjánsdóttir, eða Inga Kristjáns eins og hún er jafnan kölluð, í Dagmálum í dag.

Hún heldur úti vinsæla glæpahlaðvarpinu Illverkum og hefur gefið út um 350 hlaðvarpsþætti um morð og sakamál, en hlaðvarpið er hennar lifibrauð.

„Það er alveg ótrúlegt. Ég hef stundum gefið út þætti þar sem ég er bara: Ég vil vara ykkur við, þetta er ógeðslegt. Ekki skoða myndirnar. Fólk er bara: Haha, jú víst er ég að fara skoða myndirnar,“ segir Inga um, að því er virðist, óslökkvandi áhuga fólks á sakamálum en hún fær reglulega sendar myndir af fjölbreyttum hópi hlustenda sinna. 

„Ég fæ oft myndir af sjómönnum að hlusta með allri áhöfninni og vörubílstjórum,“ lýsir Inga.

Oft sama mynstrið hjá gerendum

Hún segir merkilegt hvernig oft er hægt er að sjá sama mynstrið hjá gerendum í þeim fjölda mála sem hún hefur kynnt sér. 

„Þetta eru hræðilegir hlutir sem fólk hefur gert – og einmitt áhugavert, þegar maður er búinn að kynna sér svona mörg mál, hvað maður sér alltaf sama mynstrið hjá mörgum gerendum,“ segir Inga sem lýsir þessu mynstri í þættinum.

Þáttinn má sjá í heild sinni með því að smella hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert