Um tvö þúsund bólusett í Laugardalnum í dag

Bólusetning - inflúensa - Covid-19
Bólusetning - inflúensa - Covid-19 mbl.is/Kristinn Magnússon

Um tvö þúsund manns mættu í Laugardalshöllina í dag til að þiggja bólusetningu. Fengu íbúar á höfuðborgarsvæðinu 60 ára og eldri boð um að koma en á boðstólnum voru bóluefni við inflúensu og fjórði skammturinn af bóluefni við Covid-19.

Hægt var að velja um þrjá kosti; Að fá eingöngu bólusetningu við Covid-19, að fá eingöngu bólusetningu við inflúensu eða að fá bólusetningu við bæði Covid-19 og inflúensu. 

Er þetta ólíkt fyrirkomulaginu í fyrra að því leytinu til að ekki þurfa lengur að líða tvær vikur á milli bólusetninga.

Bólusetning - inflúensa - Covid-19
Bólusetning - inflúensa - Covid-19 mbl.is/Kristinn Magnússon

Vill sjá fleiri úr hópi 80 ára og eldri

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir allt hafa gengið glimrandi vel en hún hefði þó viljað sjá fleiri koma til að þiggja bóluefni við inflúensu.

Stór hópur fólks sem hefur náð 80 ára aldri hefur þegar fengið fjórða skammtinn af bóluefni við Covid-19 en á eftir að fá bólusetningu við inflúensunni. Bindur hún vonir við að fleiri úr þeim hópi mæti síðar til að þiggja þá bólusetningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert