Beint: 35% fleiri íbúðir í byggingu

Farið verður yfir stöðuna á húsnæðismarkaðinum á fundinum.
Farið verður yfir stöðuna á húsnæðismarkaðinum á fundinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtals eru nú í byggingu um 35% fleiri íbúðir á landinu öllu en á sama tíma í fyrra. Þetta sýnir ný talning Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Eru samtals 8.113 íbúðir nú í byggingu en þær voru 6.001 á sama tíma í fyrra.

HMS og SÍ fara, á fundi í dag á milli kl. 14 og 16, yfir þessa nýju talningu og stöðuna á húsnæðismarkaðinum. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan.

Á fundinum, sem ber yfirskriftina Íbúðamarkaður á krossgötum, verður kynnt ný talning á íbúðum í byggingu á landinu öllu auk þess sem horft verður til framtíðar, nú þegar skrifað hefur verið undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um að byggja 35.000 nýjar íbúðir á næstu 10 árum.

Dagskrá

  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI
  • Elmar Þór Erlendsson, teymisstjóri hjá HMS
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymisstjóri hjá HMS

Pallborðsumræður

  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrir umræðum með þátttöku eftirtaldra:
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur
  • Nanna Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Hyrnu
  • Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs
  • Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrir fundinum.
mbl.is